„Ekki hlusta á bullið í pabba“

Wojciech Szczesny.
Wojciech Szczesny. AFP

Wojciech Szczesny, markvörður Arsenal, tók hlé á undirbúningi sínum fyrir úrslitaleik FA-bikarsins gegn Aston Villa á morgun til að stíga fram í fjölmiðlum.

Hann vildi þar með biðja fjölmiðla að hætta að éta upp það sem faðir sinn segði um Arsene Wenger, knattspyrnustjóra Arsenal, sem hann hefur gagnrýnt mikið fyrir að nota son sinn ekki meira.

„Ég á ekki að þurfa að takast á við þetta núna daginn fyrir úrslitaleik en pabbi gefur mér ekki annars völ. Ég hef ekki talað við hann í meira en tvö ár og eins og aðrir hef ég fengið nóg af bullinu frá honum um félagið mitt og stjórann sem ég á svo mikið að þakka. Ekki halda að skoðanir hans endurspegli mínar,“ sagði Szczesny.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert