Næst er komið að því að vinna deildina

Theo Walcott fagnaði marki sínu af innlifun.
Theo Walcott fagnaði marki sínu af innlifun. AFP

„Allir sigrar eru frábærir en eins og við kláruðum þennan leik gerir það enn betra,“ sagði Theo Walcott, sem kom Arsenal á bragðið þegar liðið lagði Aston Villa, 4:0, í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu á Wembley í dag.

„Við héldum hreinu og við vissum að ef við næðum að brjóta ísinn í sókninni myndi sigurinn koma. Ég vil þakka stjóranum fyrir að treysta mér og vonandi lítur hann svo á að ég hafi endurgoldið traustið. Ég missti af þessu öllu í fyrra og að vera hluti af þessu í ár er draumur að rætast,“ sagði Walcott, en Arsenal stóð einnig uppi sem sigurvegari í þessari keppni í fyrra.

„Ég hef lagt svo hart að mér og að geta sýnt mitt festa fyrir framan fjölskylduna mína hér. Nú þurfum við bara að byrja vel í deildinni á næsta ári. Þetta er einn besti leikmannahópur sem ég hef verið hluti af hjá Arsenal og við ættum að vera að uppskera meira. Nú er enski meistaratitilinn næsta takmarkið,“ sagði Walcott.

Sjá: Arsenal orðið sigursælasta lið bikarsins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert