Wilshere missir af byrjun tímabilsins

Wilshere sækir að Kevin De Bruyne, leikmanni Wolfsburg, í æfingaleik …
Wilshere sækir að Kevin De Bruyne, leikmanni Wolfsburg, í æfingaleik fyrir skömmu. AFP

Jack Wilshere, seinheppni miðjumaður Arsenal, missir að öllum líkindum af fyrstu þremur vikum tímabilsins vegna ökklameiðsla. Wilshere meiddist daginn fyrir 1:0-sigurleik Arsenal gegn Chelsea um Samfélagsskjöldinn.

Meiðslin þýða að Wilshere missir af fyrstu fjórum leikjum Arsenal í ensku úrvalsdeildinni og þá er þátttaka hans með landsliðinu í hættu en í byrjun september leika Englendingar gegn San Marinó og Sviss í undankeppni Evrópumótsins 2016.

Wilshere, sem er 23 ára gamall í dag, kom ungur fram á sjónvarsviðið en hefur ekki náð að springa út eins og vonir stóðu til. Hann hefur mikið verið frá vegna meiðsla og var meðal annars frá keppni í fimm mánuði í fyrravetur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert