Umboðsmenn fá mest frá Liverpool

Leikmenn Liverpool fagna marki James Milner gegn Swansea um nýliðna …
Leikmenn Liverpool fagna marki James Milner gegn Swansea um nýliðna helgi. AFP

Forráðamenn Liverpool eyddu tæplega þremur milljörðum í greiðslur til umboðsmanna á árinu og eyða mestum peningum í umboðsmenn af liðunum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla samkvæmt frétt BBC. 

Manchester United og Manchester City koma næst á listanum og þar á eftir koma Arsenal og Chelsea.

Félögin eyddu samtals um það bil  26 milljörðum í umboðsmenn á árinu og hækkaði sú tala um rúma þrjá milljarða milli ára. 

Greiðslur forráðamanna Manchester United til umboðsmanna nærri því tvöfölduðust á þessu ári frá því síðasta og forráðamenn Arsenal voru nálægt því að þrefalda sínar greiðslur til umboðsmanna. 

Cardiff City, liðið sem landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson leikur með, greiðir mest til umboðsmanna af liðunum í ensku B deildinni.  

Tölurnar eru reiknaðar frá tímabilinu 1. október 2014 til 30. september 2015.

Listann allan má sjá í frétt BBC hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert