Mkhitaryan sagður á förum

Henrikh Mkhitaryan.
Henrikh Mkhitaryan. AFP

Líklegt þykir að armenski miðjumaðurinn Henrikh Mkhitaryan yfirgefi herbúðir Manchester Unitd þegar opnað verður fyrir félagaskipti í janúar.

United keypti Armenann frá Borussia Dortmund í sumar og greiddi fyrir hann 30 milljónir punda en hann hefur ekki átt upp á pallborðið hjá José Mourinho, sem hefur aðeins teflt Mkhitaryan fram í byrjunarliði sínu í einum leik á tímabilinu.

Enskir fjölmiðlar greina frá því í kvöld að Mourinho sé reiðubúinn að taka við tilboðum í leikmanninn og heyrst hefur að úkraínska liðið Shakhtar Donetsk hafi áhuga á að fá Mkhitaryan til liðs við sig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert