Klopp fær ekkert hrós

Henrikh Mkhitaryan í leik með United.
Henrikh Mkhitaryan í leik með United. AFP

Henrikh Mkhitaryan, leikmaður Manchester United á Englandi, ræddi um tíma sinn hjá þýska félaginu Borussia Dortmund en hann ákvað þó að sleppa því að hrósa Jürgen Klopp, sem þjálfaði hann í Þýskalandi.

Mkhitaryan kom til United frá Dortmund í sumar en átti erfiða byrjun hjá enska liðinu og var í kuldanum hjá Jose Mourinho eftir slaka frammistöðu gegn Manchester City í deildinni.. Hann er þó kominn í gang eftir að hafa tekið þátt í síðustu leikjum en hann er í viðtali við The Players Tribune.

Hann ræddi þar um tíma sinn hjá Dortmund og hrósaði meðal annars fyrrum þjálfara sínum hjá þýska liðinu. Klopp þjálfaði hann tvö tímabil hjá Dortmund en hann stýrir nú Liverpool á Englandi.

„Þetta var erfiður kafli í mínu lífi. Fyrsta tímabilið var fínt en annað tímabilið var skelfilegt og ekki bara fyrir mig heldur allt félagið. Það voru margar nætur erfiðar í íbúðinni minni, þar sem ég var aleinn. Ég hafði ekki einu sinni lyst á því að fara út að borða,“ sagði Mkhitaryan.

„Tomas Tuchel kom til Dortmund fyrir þriðja tímabilið mitt og það breytti öllu fyrir mig. Hann náði öllu því besta úr mér og ég fékk gleðina á ný,“ sagði hann að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert