Eigum skilið að hafa fleiri stig

José Mourinho telur að spilamennska Manchester United í deildinni í …
José Mourinho telur að spilamennska Manchester United í deildinni í vetur ætti að hafa skilað þeim fleiri stigum. AFP

José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, telur að spilamennska liðsins í deildinni til þessa á leiktíðinni hafi verðskuldað fleiri stig en raun ber vitni. Manchester United er í sjötta sæti deildarinnar og er 13 stigum á eftir Chelsea sem trónir á toppi deildarinnar. 

„Mér finnst ósanngjarnt hversu fáum stigum við höfum safnað undanfarið. Spilamennska liðsins hefur verið góð að mínu mati og á pari við þau lið sem eru fyrir ofan okkur í töflunni. Við höfum verið að gefa jafntefli í leikjum sem við höfum átt skilið að vinna miðað við þróun leikjanna,“ sagði Mourinho í samtali við Skysports.

Manchester United mætir Tottenham Hotspur í 15. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla á Old Trafford klukkan 14.15 á morgun. Tottenham Hotspur er sæti ofar en Manchester United og hefur sex stiga forskot á lærisveina Mourinho fyrir leik liðanna á morgun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert