Chelsea og Man Utd berjast um leikmann

Nelson Semedo í leik með Benfica.
Nelson Semedo í leik með Benfica. AFP

Manchester United hefur verið orðað við Nelson Semedo, hægri bakvörð Benfica í Portúgal, en nú virðist sem Chelsea sé komið inn í kapphlaupið um hann.

Semedo er sagður kosta um 35 milljónir punda og hafa njósnarar United fylgst með honum í vetur, en gætu þurft að hafa hraðar hendur fyrst Chelsea er einnig komið í málið.

Liðsfélagi hans, Goncalo Guedes, er einnig orðaður við United en Paris SG sömuleiðis, en þessi tvítugi sóknartengiliður var settur á bekkinn hjá liðinu um helgina sem ýtir undir orðróm þess efnis að hann gæti verið á förum.

Hann hefur verið nefndur sem „hinn næsti Ronaldo“ og segja fjölmiðlar í Portúgal að hann hefði aldrei verið settur á bekkinn nema ef líklegt þætti að hann væri á förum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert