Mancini fer ekki til Leicester

Roberto Mancini.
Roberto Mancini. AFP

Roberto Mancini segist ekki hafa áhuga á að taka við knattspyrnustjórastarfinu hjá Leicester City en Englandsmeistararnir ráku Claudio Ranieri úr starfi í gærkvöld.

Mancini, sem stýrði liði Manchester City frá 2009 til 2013, er ekki alveg ókunnugur Leicester City en hann lék fjóra leiki með því árið 2001.

Mancini er á lausu en hann hætti störfum hjá Inter í ágúst eftir að hafa verið við stjórnvölinn hjá liðinu í tvö ár. Honum þykir leitt að Ranieri hafi verið látinn taka poka sinn.

„Ég er miður mín fyrir hönd vinar míns, Ranieri. Hann skráði nafn sitt í sögubækur Leicester og er í hjarta stuðningsmanna Leicester og allra sem elska fótbolta,“ segir Mancini.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert