Rakaði skeggið af fyrir Aron Einar

Aron Einar Gunnarsson, skegglaus, og Kristbjörg Jónasdóttir, unnusta hans.
Aron Einar Gunnarsson, skegglaus, og Kristbjörg Jónasdóttir, unnusta hans.

Það er nokkuð ljóst að landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson nýtur gífurlegrar virðingar í Cardiff þar sem hann leikur á als oddi þessa dagana. 

Aron Einar rakaði víkingaskegg sitt af á dögunum eins og frægt er orðið mönnum til mismikillar ánægju. 

Camron George, stuðningsmaður Cardiff, hafði sjálfur safnað skeggi, en ákvað að sýna Aroni, sem hann virðist líta afar mikið upp til, stuðning með því að raka sitt eigið skegg af.

Aron Einar hafði gaman af uppátækinu og endurdeildi myndum af því á Twitter-síðu sinni í morgun, sem sjá má hér að neðan.

Car­diff hef­ur leikið afar vel á nýju ári og halað inn flest stig af liðunum í ensku B-deildinni á árinu, hefur 45 stig í 12. sæti og hefur liðið mjakað sér hægt og ró­lega upp töfl­una eft­ir erfiða byrj­un. Car­diff leik­ur gegn Ragn­ari Sig­urðssyni og fé­lög­um í Ful­ham í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka