Stuðningsmenn Newcastle spenntir fyrir Gylfa

Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. AFP

Stuðningsmenn Newcastle taka vel í þær fréttir að félagið hafi augastað á Gylfa Þór Sigurðssyni en enskir fjölmiðlar greindu frá því fyrst í gærkvöld að Rafael Benítez, stjóri Newcastle, vilji fá íslenska landsliðsmanninn í sínar raðir.

Það stefnir í harðan slag liða um að fá Gylfa frá Swansea í sumar en á undanförnum dögum og vikum hefur hann verið orðaður við lið eins Everton, West Ham, Southampton og nú Newcastle sem freistar þess að vinna sér sæti í ensku úrvalsdeildinni í vor.

Gylfi hefur átt skínandi gott tímabil með Swansea. Hann hefur skorað 9 mörk og hefur lagt upp flest mörk allra í deildinni eða 11 talsins. Hann gerði nýjan fjögurra ára samning við Swansea eftir Evrópumótið í Frakklandi síðastliðið sumar.

Hér má sjá nokkrrar twitter færslur frá stuðningsmönnum Newcastle.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert