Refsing Barton alltof ströng

Joey Barton í baráttu við Paul Pogba.
Joey Barton í baráttu við Paul Pogba. AFP

Sean Duche, knattspyrnustjóri Burnley, segir að 18 mánaða bannið frá öllum afskiptum af fótbolta sem Joey Barton var úrskurðaður í sé alltof strangt.

Barton hafði viðurkennt umtalsvert veðmálabrask og var ekki sýnd nein miskunn þegar enska knattspyrnusambandið kvað upp dóm sinn í gær. Hinn 34 ára gamli Barton tilkynnti í kjölfarið að hann væri hættur í fótbolta, en hann spilaði með Burnley frá áramótum.

„18 mánuðir eru mjög langur tími, sérstaklega miðað við margt annað sem maður hefur séð í boltanum. Eric Cantona fékk til dæmis níu mánaða bann fyrir karatesparkið,“ sagði Dyche, og vísaði í það þegar Cantona sparkaði í áhorfanda eins og frægt er orðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert