Leikkerfið dregur fram það besta

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal.
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal. AFP

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, telur að leikkerfið 3:4:3 henti leikmönnum liðsins best og það dragi það besta fram hjá leikmönnum liðsins. Arsenal hefur haft betur í síðustu þremur deildarleikjum liðsins eftir að hafa skipt úr 4:3:3 í 3:4:3.  

„Í sannleika sagt hafði ég hug á því að skipta um leikkerfi þegar við byrjuðum að hiksta í mars. Við höfðum hins vegar áður leikið í leikkerfinu 4:3:3 og verið ósigraðir í 20 leikjum í röð. Ég var því ekki viss um að það væri heillavænlegt að breyta um leikkerfi,“ sagði Wenger í samtali við Skysports.

Arsenal mætir Tottenham Hotspur í nágrannaslag í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla á White Hart Lane á morgun. Tottenham Hotspur er í öðru sæti deildarinnar með 74 stig og Arsenal er í sjötta sæti deildarinnar með 60 stig fyrir leik liðanna á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert