Ensk félög á eftir Sverri Inga

Sverrir Ingi Ingason í baráttu við Antoine Griezmann í leik …
Sverrir Ingi Ingason í baráttu við Antoine Griezmann í leik með Granada gegn Atlético Madrid á síðustu leiktíð. AFP

Enska götublaðið The Sun segir að enska úrvalsdeildarfélagið Huddersfield og B-deildarfélagið Leeds séu bæði á höttunum eftir Sverri Inga Ingasyni, landsliðsmiðverði í knattspyrnu.

Samkvæmt blaðinu er Sverrir með klásúlu í samningi sínum við spænska félagið Granada, sem gerir hann falan fyrir 2 milljónir punda.

Sverrir gekk í raðir Granada frá Lokeren í Belgíu í janúar og gerði samning til þriggja og hálfs árs, en 2 milljóna punda klásúlan gildir í hálft ár samkvæmt The Sun. Granada féll niður úr spænsku 1. deildinni í vor.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert