Mourinho hefur ekki áhuga á Ronaldo

José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United.
José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United. AFP

José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur samkvæmt enskum fjölmiðlum sagt United að liðið eigi ekki að eltast við Portúgalann Cristiano Ronaldo, heldur eigi það að leggja allt kapp á að næla í annan sóknarmann.

Mourinho vill fylla upp í skarðið sem Zlatan Ibrahimovic skilur eftir sig og Sunday Express fullyrðir að Mourinho vilji að United geri tilboð í Harry Kane sem Tottenham geti ekki hafnað. Kane varð markakóngur ensku úrvalsdeildarinnar á nýliðinni leiktíð en hann skoraði 29 mörk.

Ronaldo hefur verið orðaður við endurkomu á Old Trafford síðan fréttir bárust af því að hann vildi yfirgefa Real Madrid. Mourinho er hins vegar frekar sagður vilja krækja í Kane heldur en Ronaldo.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert