Conte dreymir um að fá Kane

Antontio Conte hefur miklar mætur á Harry Kane.
Antontio Conte hefur miklar mætur á Harry Kane. AFP

Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur mikið álit á Harry Kane, framherja Tottenham. Hann segir hann einn besta framherja heims í dag og viðurkennir Ítalinn að hann væri til í að hafa Kane í sínu liði.

Kane hefur verið markakóngur ensku úrvalsdeildarinnar undanfarin tvö tímabil og var Conte spurður hversu langt Tottenham gæti náð. 

„Tottenham er með mjög góðan hóp ef þeir halda öllum leikmönnum sínum. Kane er t.d. einn besti framherji í heimi. Ef ég fengi að kaupa einn framherja, væri það Kane. Hann er með allt, hann er sterkur með og án boltans, sterkur í loftinu og getur notað báðar lappir. Hann myndi í það minnsta kosta 100 milljónir punda."

Conte viðurkenndi í leiðinni að Chelsea hafi reynt að kaupa Kyle Walker, en hann gekk í raðir Manchester City á dögunum.

„Við reyndum að kaupa Walker en allir leikmenn í dag eru dýrir og þetta er erfiður gluggi til að styrkja sig,“ sagði Conte.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert