Roma gefst upp á Leicester

Riyad Mahrez.
Riyad Mahrez. AFP

Forráðamenn ítalska knattspyrnufélagsins Roma eru búnir að gefast upp á því að eltast við Riyad Mahrez, leikmann Leicester, en hann var fyrr í sumar talinn örugglega á leið til þeirra.

Leicester hafði fyrr í sumar hafnað rúmlega 30 milljón punda tilboði í Alsíringinn, sem hefur mikinn áhuga á að yfirgefa Leicester. Roma hefur þegar lagt fram þrjú tilboð í kappann, en Leicester ætlar ekki að hika frá 40 milljón punda verðmiðanum.

Mahrez hef­ur skorað 35 mörk í rúm­lega 100 leikj­um með Leicester síðan hann kom til fé­lags­ins frá franska fé­lag­inu Le Havre árið 2014, en Roma beinir nú sjónum sínum annað.

Í stað hans vill Roma nú næla í Munir El Haddadi hjá Barcelona, en hann er 21 árs gamall og myndi kosta um 20 milljónir evra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert