Tottenham flengdi Liverpool

Dele Alli og Mohamed Salah berjast um boltann á Wembley …
Dele Alli og Mohamed Salah berjast um boltann á Wembley í dag. AFP

Tottenham sigraði Liverpool, 4:1, í 9. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag. Tottenham er með 20 stig og er komið upp að hlið Manchester United sem er í öðru sæti deildarinnar. Liverpool er með 13 stig í áttunda sæti.

Sóknarmaðurinn Harry Kane skoraði fyrsta mark leiksins á 4. mínútu. Hann fékk sendingu frá Kieran Trippier, sólaði Simon Mignolet í marki Liverpool og kom boltanum í markið.

Son Heung-min skoraði annað mark Tottenham átta mínútum síðar. Hann fékk sendingu frá Kane, eftir góða skyndisókn, og skoraði með viðstöðulausu skoti.

Mohamed Salah minnkaði muninn á 24. mínútu með hægrifótarskoti í stöng og inn úr þröngu færi.

Miðjumaðurinn Dele Alli skoraði þriðja mark Tottenham á síðustu andartökum fyrri hálfleiks og staðan því 3:1 fyrir Tottenham að loknum líflegum fyrri hálfleik.

Heimamenn hófu seinni hálfleik af krafti og Harry Kane skoraði annað mark sitt og fjórða mark Tottenham eftir tíu mínútur í hálfleiknum. Boltinn datt fyrir Kane í markteig Liverpool eftir aukaspyrnu og hann skoraði af öryggi.

Fleiri mörk voru ekki skoruð og öruggur sigur Tottenham staðreynd.

Tottenham 4:1 Liverpool opna loka
90. mín. Leik lokið Leik lokið með öruggum sigri Tottenham.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert