Aron á leið í uppskurð?

Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, gæti þurft að gangast undir uppskurð, eftir því sen Neil Warnock, knattspyrnustjóri Cardiff, upplýsti í dag.

Aron hefur misst af þremur síðustu leikjum Cardiff vegna ökklameiðsla og Warnock sagði við Walesonline í dag að tvísýnt væri með framhaldið. 

„Aron fékk sprautur í ökklann og það er tvísýnt með útkomuna úr því. Annaðhvort mun það laga allt eða þá að hann þarf að gangast undir uppskurð og þá verður hann frá keppni í mánuði. Þetta skýrist á næstu dögum,“ sagði Warnock.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert