„Hann er hraustur að eðlisfari“

Mohamed Salah hefur skorað 19 mörk í 24 leikjum Liverpool …
Mohamed Salah hefur skorað 19 mörk í 24 leikjum Liverpool á leiktíðinni í öllum keppnum. AFP

„Ef þú horfir á hann í sjónvarpinu þá virðist hann vera frekar mjór,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, við njósnarateymi félagsins sem fylgdist þá með Mohamed Salah, öflugasta leikmanni Liverpool á leiktíðinni og markahæsta leikmanni ensku úrvalsdeildarinnar þar sem hann hefur skorað 13 mörk. Hann verður væntanlega í eldlínunni á eftir er Liverpool mætir Bournemouth kl. 16:30 á suðurströnd Englands.

Njósnateymi Liverpool lét hins vegar Klopp og félaga ekki vera varðandi Salah. „Þeir gerðu frábærlega,“ sagði Klopp. „Svo hitti ég hann auðvitað og þá virtist hann vera klár í slaginn,“ sagði Klopp en fyrsta tilraun Egyptans í ensku úrvalsdeildinni var hjá Chelsea þar sem hann komst ekki oft í liðið og var á endanum seldur til Ítalíu þar sem hann svo sló í gegn.

Salah var 21 árs gamall er hann fór til Chelesa í janúar 2014 og skoraði aðeins tvö mörk í 19 leikjum fyrir þá bláu.

„Mo var strákur. Við þurfum öll á sjálfstrausti að halda. Utanaðkomandi aðstoð. Sérstaklega þegar þú ert ungur leikmaður í erlendri, mjög erfiðri og krefjandi deild,“ sagði Klopp.

Mikið hefur verið rætt um þær breytingar sem Klopp hefur gert á byrjunarliði Liverpool á leiktíðinni en alls hefur Þjóðverjinn gert 65 breytingar sem er meira 20 breytingum meira næsti maður, Antonio Conte hjá Chelsea.

Salah hefur leikið mest allra útileikmanna Liverpool aftur á móti.

„Hann hefur verið hvíldur líka. Hann spilaði ekki með Egyptalandi í síðasta landsleikjahléi og byrjaði ekki gegn Stoke. Við tökum hann út af eins snemma og hægt er,“ sagði Klopp.

„Ég veit ekki hvort hann hafi spilað mikið fleiri mínútur en aðrir í liðinu en það er rétt, hann byrjar oft. Það er vegna þess að hann er að spila mjög vel og það er erfitt að velja hann ekki,“ sagði Klopp og bætti við: „Hann er hraustur að eðlisfari. Við tölum mikið við læknana hjá okkur og það er mjög sjaldgæft að það sé eitthvað að angra hann. Hann er ekki með smávægileg meiðsli hér og þar. Það skiptir máli,” sagði Klopp.

Jürgen Klopp.
Jürgen Klopp. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert