Hörður Björgvin baðst afsökunar

Hörður Björgvin Magnússon í baráttu við Bernardo Silva í gærkvöld.
Hörður Björgvin Magnússon í baráttu við Bernardo Silva í gærkvöld. AFP

Hörður Björgvin Magnússon, landsliðsmaður í knattspyrnu, baðst afsökunar á mistökunum sem hann gerði þegar lið hans Bristol City tapaði fyrir Manchester City í undanúrslitum enska deildabikarsins í knattspyrnu í gærkvöld.

Hörður reyndi að skýla bolt­an­um upp við enda­mörk­in en ekki vildi bet­ur til en að Bern­ar­do Silva náði að stela bolt­an­um af hon­um, kom hon­um til Leroy Sané sem skoraði með föstu skoti. Hörður var svo tekinn af velli í hálfleik.

„Þetta var stórt kvöld fyrir okkur. Við höfum komist svo langt og sýndum fólki hvað við í okkur er spunnið. Ég biðst innilegrar afsökunar á mistökum mínum og mun læra af þeim. Nú einbeitum við okkur að deildinni og ég vil gera mitt besta fyrir félagið sem mér er kært,“ skrifaði Hörður á Twitter-síðu sína eftir leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert