Salah stefnir á markakóngstitilinn

Mohamed Salah fagnar einu marka sinna gegn Watford.
Mohamed Salah fagnar einu marka sinna gegn Watford. AFP

Eftir markaveisluna gegn Watford í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöld er Egyptinn Mohamed Salah orðinn langmarkahæsti leikmaður deildarinnar í vetur.

Salah gerði fjögur mörk í 5:0 sigri Liverpool á Anfield og hefur nú skorað 28 mörk í deildinni í vetur, í þeim 30 leikjum sem hann hefur spilað.

Hann er nú fjórum mörkum á undan Harry Kane hjá Tottenham, sem auk þess er úr leik í bili vegna meiðsla. Það virðist því fátt geta komið í veg frir að Salah verði markakóngur deildarinnar á tímabilinu.

Þessir eru markahæstir í deildinni:

28 Mohamed Salah, Liverpool
24 Harry Kane, Tottenham
21 Sergio Agüero, Manchester City
15 Raheem Sterling, Manchester City
14 Roberto Firmino, Liverpool
14 Romelu Lukaku, Manchester United
14 Jamie Vardy, Leicester
12 Son Heung-Min, Tottenham
11 Eden Hazard, Chelsea
11 Glenn Murray, Brighton

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert