Vonandi stutt í að United verði meistari á ný

Wayne Rooney var kátur eftir góða frumraun með DC United …
Wayne Rooney var kátur eftir góða frumraun með DC United á dögunum. AFP

Wayne Rooney ber enn hlýjan hug til sinna gömlu félaga í Manchester United og vonar hann að bið rauðu djöflanna eftir Englandsmeistaratitlinum fari að styttast.

Rooney er sjálfur nýlega genginn til liðs við DC United í Bandaríkjunum eftir að hafa verið eitt tímabil hjá uppeldisfélagi sínu Everton. Þar áður var hann hjá United í 13 ár og er markahæsti leikmaður félagsins frá upphafi með 253 mörk.

„Auðvitað geta þeir keppt um titilinn, þetta er risastórt félag,“ sagði Rooney í einkaviðtali við BBC, spurður um möguleika United á næsta tímabili.

„Síðasta ár var öðruvísi vegna þess hve vel City var að spila en undir öðrum kringumstæðum hefði United getað unnið titilinn, liðið spilaði ekki það illa.“

„Fólk talaði um að United spilað ekki nægilega skemmtilegan fótbolta en það skoraði samt helling af mörkum. Vonandi er stutt í að United vinni titilinn á nýjan leik,“ bætti hann við en Rooney hefur sjálfur farið vel af stað í Ameríku. Hann lék sinn fyrsta leik á dögunum og lagði upp mark í 3:1-sigri á Vancou­ver Whitecaps.

Wayne Rooney skoraði 253 mörk í treyju Manchester United.
Wayne Rooney skoraði 253 mörk í treyju Manchester United. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert