Liverpool að kaupa Messi markvarðanna

Alisson.
Alisson. AFP

Knatt­spyrnu­fé­lög­in Li­verpool og Roma hafa kom­ist að sam­komu­lagi um að enska fé­lagið borgi 70 millj­ón­ir evra fyr­ir bras­il­íska mark­mann­inn Al­isson og samkvæmt fyrrverandi þjálfara ítalska liðsins er um kostakaup að ræða.

Hinn 25 ára gamli Al­isson lék 37 leiki í ít­ölsku deild­inni á síðustu leiktíð eftir að hafa hafið fer­il­inn hjá In­ternacional í heima­land­inu og lék alla leiki Bras­il­íu á HM í Rússlandi í sum­ar. Roberto Negrisolo, sem var markmannsþjálfari hjá Roma þegar Alisson kom til félagsins, segir fólk ekki átta sig á því, hversu góður sá brasilíski er.

„Þetta verður metfé fyrir markvörð en fólk áttar sig ekki enn á því hver Alisson er. Strákurinn er ótrúlegt fyrirbæri, hann er númer eitt af þeim sem eru númer eitt!“ sagði Negrisolo spenntur.

„Hann er Messi markvarðanna vegna þess að hann hefur sama hugarfar og Lionel Messi. Hann verður besti markmaður sinnar kynslóðar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert