Hafnaði United af persónulegum ástæðum

Diego Godín sá ekki ástæðu til þess að yfirgefa Atlético …
Diego Godín sá ekki ástæðu til þess að yfirgefa Atlético Madrid. AFP

Diego Godín, fyrirliði spænska knattspyrnufélagsins Atlético Madrid, hafnaði því að ganga til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United á dögunum. United var tilbúið að borga upp klásúlu í samningi Godín en leikmaðurinn sjálfur hafði ekki áhuga á því að fara á Old Trafford.

„Ég fékk nokkur tilboð frá spennandi félögum, meðal annars Manchester United. Ég ákvað hins vegar að vera áfram hjá Atlético Madrid af persónulegum ástæðum. Ég vil taka það skýrt fram að ég er hef ekki skrifað undir nýjan samning við Atlético og ég veit ekkert hvaðan þær fréttir koma,“ sagði Godín á blaðamannafundi á dögunum.

Samkvæmt fréttum frá Ítalíu reyndi Juventus einnig að kaupa leikmanninn sem er orðinn 32 ára gamall en hann hefur spilað fyrir Alético Madrid frá árinu 2010 og verið fyrirliði liðsins, undanfarin ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert