Ekkert mark síðan í mars

Alexsis Sánchez í leiknum gegn Wolves.
Alexsis Sánchez í leiknum gegn Wolves. AFP

Það gengur hvorki né rekur hjá Sílemanninum Alexis Sánchez í liði Manchester United en enn og aftur olli hann stuðningsmönnum félagsins miklum vonbrigðum í leiknum gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardaginn.

Sánchez fékk sæti í byrjunarliði United á nýjan leik en hann var tekinn af velli á 63. mínútu og kom sú skipting engum á óvart.

Sánchez hefur ekki skorað í ensku úrvalsdeildinni frá því 31. mars á þessu ári þegar hann skoraði í leik á móti Swansea. Síðan þá hafa verið skoruð 347 mörk í deildinni af 164 mismunandi leikmönnum.

Sánchez kom til Manchester-liðsins frá Arsenal í janúar og er hæst launaði leikmaður félagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert