Pogba verður ekki aftur fyrirliði

Paul Pogba verður ekki aftur fyrirliði.
Paul Pogba verður ekki aftur fyrirliði. AFP

José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur tjáð Frakkanum Paul Pogba að hann verði ekki aftur fyrirliði liðsins á meðan hann er við stjórn. Mourinho er ósáttur við ummæli Pogba á dögunum, en miðjumaðurinn gagnrýndi leikstíl United eftir jafntefli við Wolves í ensku úrvalsdeildinni um helgina. ESPN greinir frá.

Mourinho ku vera orðinn þreyttur á hegðun Pogba að undanförnu, en Pogba hefur þrívegis verið fyrirliði Manchester United á tímabilinu í fjarveru Antonio Valencia. Chris Smalling, Ander Herrera, Ashley Young og Nemanja Matic eru á meðal leikmanna sem hafa borið bandið. 

Pogba vakti athygli eftir sigur United á Leicester í 1. umferð ensku deildarinnar er hann viðurkenndi að hann fengi sekt ef hann væri hreinskilinn um stöðu Manchester United. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert