Nasri æfir með West Ham

Samir Nasri fagnar marki fyrir Manchester City.
Samir Nasri fagnar marki fyrir Manchester City. AFP

Franski miðjumaðurinn Samir Nasri æfir þessa dagana með enska úrvalsdeildarliðinu West Ham og freistar hann þess að fá samningstilboð frá félaginu.

Nasri hefur ekkert spilað síðan í janúar þar sem hann var úrskurðaður í 18 mánaða bann fyrir brot á lyfjareglum og var samningi hans hjá tyrkneska félaginu Antalyaspor sagt upp í kjölfarið.  

Nasri þekkir vel til Englands því hann lék bæði með Arsenal og Manchester City þar í landi. Nasri má æfa með West Ham en hann má ekki leika með liðinu fyrr en 1. janúar. 

Manchester City borgaði 25 milljónir punda árið fyrir Nasri árið 2011, er félagið keypti hann frá Arsenal. Nasri á 41 landsleik fyrir Frakkland og í þeim skoraði hann fimm mörk. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert