Var handtekinn og missti af leiknum við United

Serge Aurier.
Serge Aurier. AFP

Serge Aurier, bakvörður enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham, var handtekinn á laugardagskvöldið sem gerði það að verkum að hann missti af leik sinna manna gegn Manchester United á Wembley á sunnudaginn.

Aurier var færður á lögreglustöðina en hann var grunaður um að hafa ráðist á unnustu sína á heimili þeirra. Fílabeinsstrendingurinn var í haldi lögreglunnar í nokkrar klukkustundir en var síðan sleppt án kæru.

Aurier kom til Tottenham frá franska liðinu Paris SG í ágúst 2017. Hann hefur spilað 36 leiki með Lundúnaliðinu og skorað í þeim fjögur mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert