Eiður: Skömmustulegt fyrir Manchester United

Bjarni Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen voru fulltrúar Símans sport á leik Liverpool og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Þeir ræddu um leikinn að honum loknum. 

Liverpool er komið með 16 stiga forskot á toppi deildarinnar og munar 30 stigum á Liverpool og United. Eiður sagði þá staðreynd vera skömmustulega fyrir félag á borð við United og spáir hann því að bilið muni breikka enn frekar.

Eiður á ekki von á öðru en að Liverpool vinni titilinn úr því sem komið er, enda staðan afar góð. 

Þetta skemmtilega innslag má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert