Enginn leggur upp fleiri mörk

Kevin De Bruyne með boltann í leiknum við Liverpool í …
Kevin De Bruyne með boltann í leiknum við Liverpool í gærkvöld. AFP

Kevin De Bruyne, belgíski miðjumaðurinn hjá Manchester City, hefur lagt upp langflest mörk allra leikmanna í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á þessu tímabili.

Í gærkvöld átti hann sína 17. stoðsendingu í 4:0 stórsigrinum á Englandsmeisturum Liverpool á Etihad-leikvanginum. Hann er fimm sendingum á undan næsta manni, Trent Alexander-Arnold hjá Liverpool, en þeir tveir eru þeir einu sem hafa náð tveggja stafa tölu í deildinni á yfirstandandi keppnistímabili.

Þessu til viðbótar hefur De Bruyne nú náð fleiri stoðsendingum í fyrstu 150 leikjum sínum en nokkur annar hefur gert í sögu úrvalsdeildarinnar. Þetta var sú 63. í röðinni en þrír aðrir hafa náð 50 sendingum í fyrstu 150 leikjunum. Eric Cantona var með 53 slíkar fyrir Manchester United, Mesut Özil 51 og Dennis Bergkamp 50 fyrir Arsenal.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert