Fallbaráttan ræðst ekki um helgina

Nuno Espirito Santo, stjóri Nottingham Forest.
Nuno Espirito Santo, stjóri Nottingham Forest. AFP/Justin Tallis

Nuno Espirito Santo, stjóri enska knattspyrnuliðsins Nottingham Forest, segir að fallbaráttan í ensku úrvalsdeildinni muni ekki ráðast um helgina, heldur fari hún líklega alla leið í lokaumferðina.

Sheffield United er fallið úr deildinni en Nottingham Forest, Luton og Burnley eru í baráttu um að fara ekki niður með Sheffield. Eitt lið af þessum þremur mun halda sér uppi en eins og staðan er núna er Forest með 26 stig, Luton 25 og Burnley 24.

Forest mætir Sheffield um helgina og í lokaumferðinni mætir liðið svo Burnley í leik sem gæti orðið úrslitaleikur um hvort liðið fellur.

„Ef maður horfir á stöðuna í deildinni þá hugsar maður með sér að þetta muni fara alla leið, þetta ræðst ekki um helgina. 

Þetta er í okkar höndum eins og er og það er mjög mikilvægt að það sé það ennþá eftir leikinn gegn Sheffield. Maður veit aldrei hvernig þeir lið í þeirra stöðu koma inn í svona leiki. Pressan sem var á þeim er farin.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert