Góðar og slæmar fréttir fyrir Manchester United

Erik ten Hag.
Erik ten Hag. AFP/Adrian Dennis

Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, færði stuðningsmönnum góðar en einnig slæmar fréttir á blaðamannafundi fyrir leik liðsins gegn Arsenal í ensku úrvalsdeild karla á sunnudaginn kemur. 

United mætir toppliði Arsenal í risaleik í Manchester en Arsenal þarf á sigri að halda til að halda í titilvon sína. 

Á blaðamannafundi í dag sagði ten Hag að fyrirliðinn Bruno Fernandes, Marcus Rashord og Scott McTominay séu mættir aftur eftir meiðsli. 

Hins vegar sagði hann að Mason Mount hafi meiðst og verði því ekki með. Bætti hann síðan við að Luke Shaw verði lengur frá en búist var við. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert