Tuchel á leið til Manchester?

Thomas Tuchel kveður Bayern München.
Thomas Tuchel kveður Bayern München. AFP/Thomas Kienzle

Þjóðverjinn Thomas Tuchel er líklegastur til að taka við starfi knattspyrnustjóra Manchester United ef Erik ten Hag verður sagt upp störfum að tímabilinu loknu.

Þetta fullyrðir enska blaðið The Guardian í dag og segir Þjóðverjann vera efstan á lista hjá forráðamönnum United en Tuchel er að láta af störfum hjá Bayern München.

The Guardian segir að Tuchel hafi þá eiginleika sem forráðamenn United séu að leita eftir, hann sé með gott leikskipulag, hann sé góður í að höndla rynda leikmenn, og svo hafi hann reynslu af því að stjórna stórliðum. Auk Bayern hefur Tuchel stýrt París SG, Chelsea og Dortmund.

Þá segir blaðið að samkvæmt sínum heimildum hafi Tuchel mikinn áhuga á að taka við liði Manchester United.

Þeir Kieran McKenna, Thomas Frank og Gareth Southgate hafa einnig allir verið orðaðir við starfið að undanförnu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert