Ungur leikmaður á förum frá Manchester United

Álvaro Fernández í leik með Benfica.
Álvaro Fernández í leik með Benfica. AFP/Miguel Riopa

Spænski bakvörðurinn Álvaro Fernández, sem er í eigu Manchester United, er á förum frá félaginu og til Benfica. 

Fernández gekk í raðir Manchester United árið 2018 og lék þá með unglingaliði félagsins. Fór hann á lán til Preston og svo Granada áður en hann endaði hjá Benfica í janúar í fyrra. 

Þar hefur hann staðið sig vel og portúgalska liðið ákveðið að kaupa hann fyrir sjö milljónir evra. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert