Miðasala á TI10 hefst í næstu viku

The International 10 verður haldið í Búkarest í Rúmeníu í …
The International 10 verður haldið í Búkarest í Rúmeníu í ár. Grafík/Dota2

The International, oft kallað TI, er stærsta mót sem haldið er í leiknum Dota 2. Er mótið eitt það stærsta í heimi, og eru mót í leiknum Dota 2 þekkt fyrir að hafa háar fjárupphæðir í verðlaun. Næsta mót í mótaröð The International verður TI10, sem fram fer í október.

Mótið haldið í Rúmeníu í ár

Mótið fer fram í Búkarest í Rúmeníu, og hefur nú verið tilkynnt að áhorfendur verði leyfðir á mótinu. Miðasala hefst þann 22. september næstkomandi.

„Við tilkynnum glöð að eftir mikla umhugsun höfum við ákveðið að hafa miðasölu fyrir almenning og gefa aðdáendum tækifæri á að mæta á áhorfendapalla til að fygljast með mótinu,“ er haft eftir mótshöldurum TI10 mótsins. 

Kröfur gerðar til þeirra sem hyggjast kaupa miða

Þar er einnig bent á að kröfur verði gerðar til þeirra sem hyggjast kaupa miða og mæta á viðburðinn, til að halda umhverfinu sem öruggustu. Áhorfendur verði að vera fullbólusettir og bera grímu, ásamt því að uppfilla þær kröfur sem þarf til að ferðast til Rúmeníu. 

Mun miðasalan bjóða uppá þrjá mismunandi pakka, sem allir innihalda aðgang að tvem dögum á mótinu. Valmöguleiki eitt er Midweek 1, sem gefur aðgang að keppni dagana 12. og 13. Október, og valmöguleiki tvö er Midweek 2 og gefur aðgang að keppni dagana 14. og 15. október. 

Þriðji pakkinn gefur svo aðgang að úrslitum mótsins sem fram fara dagana 16. og 17. október. Miðasalan hefst þann 22. september næstkomandi og verða miðar aðgengilegir hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert