Button ók hraðast en slys Buemi mál málanna

Bíll Buemi fluttur af slysstað í Sjanghæ.
Bíll Buemi fluttur af slysstað í Sjanghæ. reuters

Jenson Button hjá McLaren ók hraðast á fyrstu æfingu kínversku kappaksturshelgarinnar í Sjanghæ í nótt að íslenskum tíma. Mál málanna var þó furðulegt óhapp Sebastien Buemi hjá Toro Rosso sem þakka má hversu vel hann slapp.

Atvikið er með því furðulegra sem lengi hefur sést í formúlu-1. Svo virtist sem fjöðrunarbúnaður hafi splundrast er Buemi kom inn á bremsusvæði í lok langs beins kafla er um 15 mínútur voru eftir af æfingunni. Framhjólin losnuðu bæði samtímis af Toro Rosso bílnum sem þeyttist áfram og nam loks staðar við öryggisvegg í sandgryfju.

Eftir það hleypti liðið hinum ökuþór sínum, Jaime Alguersuari, ekki úr bílskúrnum vegna rannsóknar sinnar á óhappinu.

McLarenmenn virtust njóta búnaðar í bílnum er eykur beinlínuhraða hans með því að rjúfa vængpressu afturvængs. Lengi vel sátu Button og Lewis Hamilton í efstu sætum tímalistans en á síðustu mínútum komst Nico Rosberg hjá Mercedes upp á milli þeirra.

Eftir að brautin var opnuð á ný í kjölfar óhapps Buemi setti Michael Schumacher hjá Mercedes fjórða besta tímann. 

Sebastian Vettel hjá Red Bull átti fimmta besta tímann og næstu tvö sæti fylltu Renaultþórarnir Roberet Kubica og Vitaly Petrov. Var það reyndar ekki fyrr en á lokasekúndunni sem Kubica komst upp fyrir Petrov.

Fernando Alonso hafði ekki sett tíma, aðeins ekið úthringi til prófunar bílkerfum sínum er hann varð að leggja Ferrarifáknum við brautarkant vegna vélarbilunar.

Niðurstaða æfingarinnar varð annars sem hér segir:

Röð Ökuþór Bíll tími Bil Hri.
1. Button McLaren 1:36.677 15
2. Rosberg Mercedes 1:36.748 +0.071 17
3. Hamilton McLaren 1:36.775 +0.098 19
4. Vettel Red Bull 1:37.509 +0.832 14
5. Kubica Renault 1:37.601 +0.924 20
6. Petrov Renault 1:37.716 +1.039 17
7. Schumacher Mercedes 1:37.745 +1.068 25
8. Webber Red Bull 1:37.980 +1.303 17
9. Sutil Force India 1:38.008 +1.331 13
10. Massa Ferrari 1:38.098 +1.421 19
11. Alguersuari Toro Rosso 1:38.161 +1.484 19
12. Kobayashi Sauber 1:38.375 +1.698 21
13. de la Rosa Sauber 1:38.421 +1.744 19
14. Hulkenberg Williams 1:38.569 +1.892 20
15. di Resta Force India 1:38.618 +1.941 26
16. Barrichello Williams 1:38.678 +2.001 17
17. Buemi Toro Rosso 1:39.939 +3.262 5
18. Trulli Lotus 1:41.531 +4.854 22
19. Kovalainen Lotus 1:41.779 +5.102 23
20. Glock Virgin 1:41.830 +5.153 20
21. di Grassi Virgin 1:42.181 +5.504 27
22. Senna HRT 1:43.875 +7.198 23
23. Chandhok HRT 1:43.949 +7.272 20
24. Alonso Ferrari enginn tími 6
Buemi slapp vel.
Buemi slapp vel. reuters
Schumacher tekur fram úr Button á æfingunni í Sjanghæ í …
Schumacher tekur fram úr Button á æfingunni í Sjanghæ í morgun. reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert