Tap gegn Dönum, leikið við Kína um 5. sætið

Rakel Hönnudóttir reynir að brjótast framhjá tveimur dönskum varnarmönnum.
Rakel Hönnudóttir reynir að brjótast framhjá tveimur dönskum varnarmönnum. Carlos Brito/Algarvephotopress

Danmörk sigraði Ísland, 2:0, í lokaumferð riðlakeppninnar í Algarve-bikarnum í knattspyrnu kvenna í Portúgal í dag. Ísland hafnaði þar með í þriðja sæti riðilsins og mætir Kínverjum í leik um 5. sætið á miðvikudaginn en Danir leika við Þjóðverja um bronsverðlaunin.

Staðan var 1:0 fyrir Dani í hálfleik eftir nokkuð umdeilt mark á 36. mínútu. Christine Örntoft innsiglaði sigur Dana með marki á 66. mínútu, 2:0. Seinni hálfleikurinn var mun betur leikinn af hálfu Íslands en sá  fyrri og íslenska liðið reyndi af krafti að minnka muninn allt til loka.

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is og fer hún hér á eftir:

90+3 Leik lokið með sigri Dana, 2:0. Þriðji sigur þeirra í jafnmörgum viðureignum þjóðanna frá upphafi.

88. Góð sókn Íslands en Danir bjarga á síðustu stundu.

87. Hallbera Gísladóttir kemur inná fyrir Margréti Láru Viðarsdóttur og Ásta Árnadóttir kemur inná fyrir Ernu B. Sigurðardóttur.

84. María B. Ágústsdóttir vel vel skalla frá Dönum.

82. Sif Atladóttir kemur inná fyrir Ólínu G. Viðarsdóttur.

80. Fín sókn Íslands. Fanndís Friðriksdóttir geysist upp hægra megin og sendir fyrir markið, Harpa Þorsteinsdóttir með skot að marki en framhjá.

79. Ólína G. Viðarsdóttir leikur upp vinstra megin og sendir  fyrir markið en danski markvörðurinn er vel á verði og gómar boltann.

73. Fanndís Friðriksdóttir kemur inná í sínum fyrsta A-landsleik, fyrir Dóru Maríu Lárusdóttur.

72. Ísland fær hornspyrnu, Margrét Lára Viðarsdóttir nær boltanum, leikur á tvo varnarmenn og á skot sem danski markvörðurinn ver vel.

66. 0:2. Cathrine Paaske Sörensen slapp í gegnum vörnina, María varði vel en hélt ekki boltanum og Christine Örntoft fylgdi á eftir og skoraði.

61. Harpa Þorsteinsdóttir kemur inná fyrir Hólmfríði Magnúsdóttur.

59. Cathrine Paaske Sörensen komst ein í gegnum vörn Íslands en María varði glæsilega í horn.

56. Rakel Hönnudóttir með skalla að marki eftir langt innkast en danski markvörðurinn ver auðveldlega.

Kína sigraði Finnland, 1:0, í lokaumferð A-riðils. Svíþjóð fékk 7 stig, Þýskaland 6, Kína 4 en Finnland ekkert stig. Ef Ísland tapar fyrir Danmörku verður leikið við Kínverja um 5. sætið á mótinu en ef jafntefli eða sigur næst verður leikið við Þjóðverja um bronsverðlaunin.

50. Íslenska liðið hefur byrjað síðari hálfleikinn af mun meiri krafti og það er betra að sjá til þess en í þeim fyrri.

46. Erla Steina Arnardóttir kom inná sem varamaður fyrir Dóru Stefánsdóttur í upphafi síðari hálfleiks.

45. HÁLFLEIKUR. Verðskulduð forysta Dana í hálfleik, 0:1, þótt markið hafi verið frekar umdeilt.

44. Hörkuskot Dana utan af kanti og í stöng í íslenska marksins.

41. Danir með skalla eftir fyrirgjöf en yfir mark Íslands.

36. 0:1. Margrét Lára Viðarsdóttir fékk stungusendingu innfyrir vörn Dana en virtist felld á vítateigslínu af tveimur varnarmönnum sem eltu hana. Ekkert dæmt, Danir brunuðu upp völlinn í skyndisókn og skoruðu!

35. María B. Ágústsdóttir grípur mjög vel inní eftir fyrirgjöf Dana, í annað sinn á stuttum tíma.

31. Hólmfríður Magnúsdóttir í fínu skotfæri en skotið er laust og fer í varnarmann og horn. Uppúr hornspyrnunni verður ekkert.

30. Dóra María Lárusdóttir sleppur í gegnum dönsku vörnina og í fínt færi en skýtur í hliðarnetið. Besta færi Íslands sem er að komast betur og betur inní leikinn.

Svíar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu þýsku heimsmeistarana, 3:2, í lokaumferð A-riðils. Svíþjóð leikur því gegn Bandaríkjunum í úrslitaleik mótsins. Þýskaland leikur um 3. sætið, gegn Íslandi eða Danmörku.

23. Danir vildu fá vítaspyrnu eftir að sóknarmaður þeirra steinlá í íslenska vítateignum. Ekkert dæmt og skotið hátt yfir mark Íslands í kjölfarið.

21. Danir fengu sína 6. hornspyrnu, ekkert varð úr.

17. María B. Ágústsdóttir markvörður Íslands varði glæsilega, ein gegn sóknarmanni Dana.

14. Margrét Lára Viðarsdóttir lék lausum hala með boltann um skeið í danska vítateignum en náði ekki skoti á markið.

13. Danir hafa ráðið ferðinni að mestu og hafa þegar fengið 5 hornspyrnur en engin dauðafæri uppúr þeim. Danska liðið er erfitt viðureignar og íslenska vörnin er ekki búin að stilla sig nógu vel saman enn sem komið er.

11. Hólmfríður Magnúsdóttir lék upp vinstri kantinn og átti góða fyrirgjöf en ekki náðist að fylgja nógu vel eftir.

5. Danir fengu fyrstu hornspyrnu leiksins en íslenska vörnin skallaði frá. Danir hafa byrjað leikinn vel, eru greinilega með léttleikandi en jafnframt líkamlega sterkt lið og beita léttu og skemmtilegu spili á miðjunni.

1. Rakel Hönnudóttir brunaði strax upp allan hægri kantinn og gaf fyrir markið. Dóra Stefánsdóttir fékk boltann við vítateig en náði ekki skoti.

14.55: Liðin eru komin inná völlinn. Leikurinn fer fram í Silves á Algarve, í frábæru fótboltaveðri. Sólin skín, vind hreyfir varla, en mistur gerir að verkum að sólin truflar ekki að ráði. Völlurinn er full ósléttur.

Bæði Danmörk og Ísland eru með 3 stig eftir tvo leiki í B-riðli Algarve-bikarsins. Danir töpuðu 0:2 fyrir Bandaríkjunum en unnu Noreg 2:0. Ísland vann Noreg 3:1 en tapaði 0:1 fyrir Bandaríkjunum. Markatalan er því Íslandi í hag og liðinu nægir jafntefli til að tryggja sér réttinn til að leika um bronsverðlaunin á mótinu á miðvikudag. Bandaríkin hafa þegar unnið riðlinn og ljóst er að Noregur hafnar í neðsta sæti og spilar annaðhvort um 7. eða 9. sætið á mótinu.

Þetta er þriðji A-landsleikur kvenna milli Íslands og Danmerkur frá upphafi. Danir unnu tvo fyrri leikina sem báðir voru í Algarve-bikarnum, 3:0 árið 1996 og 4:1 árið 1997.

Lið Íslands:

Markvörður: María B. Ágústsdóttir
Hægri bakvörður: Erna B. Sigurðardóttir
Vinstri bakvörður: Ólína G. Viðarsdóttir
Miðverðir: Katrín Jónsdóttir, fyrirliði og Guðrún Sóley Gunnarsdóttir
Varnartengilðir: Edda Garðarsdóttir og Dóra Stefánsdóttir
Sóknartengiliður: Dóra María Lárusdóttir
Hægri kantur: Rakel Hönnudóttir
Vinstri kantur: Hólmfríður Magnúsdóttir
Framherji: Margrét Lára Viðarsdóttir

Lið Danmerkur: Heidi Johansen, Mia Olsen, Christina Örntoft, Katrine Pedersen, Line Röddik, Mariann Gajhede, Cathrine Paaske Sörensen, Camilla Sand, Nadia Nadim, Johanna Rasmussen, Tina K. Rasmussen.

Byrjunarlið Íslands í dag.
Byrjunarlið Íslands í dag. Carlos Brito/Algarvephotopress
Margrét Lára Viðarsdóttir brunar að marki Dana í leiknum í …
Margrét Lára Viðarsdóttir brunar að marki Dana í leiknum í dag. Carlos Brito/Algarvephotopress
Ólína G. Viðarsdóttir í hörðum slag við danskan leikmann og …
Ólína G. Viðarsdóttir í hörðum slag við danskan leikmann og Katrín Jónsdóttir fylgist með. Carlos Brito/Algarvephotopress
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert