„Gríðarlega svekktur“

Heiðar Helguson í baráttu við skoskan varnarmann í fyrri viðureign …
Heiðar Helguson í baráttu við skoskan varnarmann í fyrri viðureign þjóðanna. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

,,ÉG er gríðarlega svekktur að missa af leiknum gegn Skotunum. Ég var farinn að hlakka mikið til að mæta þeim en á æfingu með QPR á þriðjudaginn tognaði ég aftan í lærvöðvanum og verð að taka það rólega næstu vikurnar,“ sagði Heiðar Helguson, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður enska fyrstudeildarliðsins QPR, við Morgunblaðið í gær.

Ég stefni bara á að vera orðinn fullfrískur fyrir landsleikina í sumar en vonandi ná strákarnir að gera það gott í Glasgow því eins og staðan er í riðlinum eigum við góða möguleika á að ná öðru sætinu,“ sagði Heiðar

Heiðar er einn af nokkrum leikmönnum landsliðsins sem hafa þurft að afboða sig fyrir leikinn mikilvæga gegn Skotum í undankeppni HM sem fram fer á Hampden Park á miðvikudaginn í næstu viku.

„Ég fann fyrst fyrir þessu fyrir um þremur vikum en ég taldi mig vera orðinn góðan og fann ekkert fyrir neinu þann hálftíma sem ég spilaði á móti Bristol City um síðustu helgi. Ég var svo að teygja á æfingunni á þriðjudaginn þegar ég fann að ég tognaði,“ sagði Heiðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert