Markalaust jafntefli gegn Mexíkó

Jóhann Berg Guðmundsson var annar tveggja leikmanna frá erlendum liðum …
Jóhann Berg Guðmundsson var annar tveggja leikmanna frá erlendum liðum í landsliði Íslands. mbl.is/Golli

Mexíkó og Ísland gerðu 0:0 jafntefli í vináttulandsleik í knattspyrnu karla sem fram fór í Charlotte í Norður-Karólínuríki í Bandaríkjunum og lauk nú laust fyrir klukkan tvö.

Ísland tefldi fram lítt reyndu liði, var aðeins með tvo leikmenn sem höfðu leikið meira en 4 landsleiki, en lið Mexíkó var mun sjóaðra og þar voru allir að reyna að nýta síðasta tækifærið til að tryggja sér sæti í HM-hópnum fyrir úrslitakeppnina í Suður-Afríku í sumar. Mexíkó var ekki með 10 leikmenn evrópskra liða en sinn hóp að öðru leyti.

Íslenska liðið átti marga góða kafla í leiknum, hélt góðu skipulagi frá upphafi til enda, byggði oft upp fínar sóknir og gaf ekki mörg færi á sér. Lengi vel mátti ekki á milli sjá en á lokakaflanum sóttu Mexíkóar stíft og í síðustu sókn leiksins varði Gunnleifur Gunnleifsson úr besta færi þeirra, nokkrum andartökum áður en flautað var til leiksloka.

Lið Íslands: Gunnleifur Gunnleifsson - Skúli Jón Friðgeirsson, Valur Fannar Gíslason, Jón Guðni Fjóluson, Arnór Sveinn Aðalsteinsson - Steinþór Freyr Þorsteinsson (Gunnar Örn Jónsson 87.), Guðmundur Kristjánsson, Matthías Vilhjálmsson, Bjarni Guðjónsson (fyrirliði), Jóhann Berg Guðmundsson (Atli Guðnason 84.) - Kolbeinn Sigþórsson.
Varamenn: Fjalar Þorgeirsson, Baldur Sigurðsson, Óskar Örn Hauksson,  Alfreð Finnbogason, Guðmundur Reynir Gunnarsson, Björgólfur Takefusa, Gunnar Már Guðmundsson.

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is:

Mexíkó 0:0 * opna loka
90. mín. Þar munaði litlu. Gunnar Örn sendi boltann inní vítateiginn á Matthías, örlítið of fast og Michel markvörður var á undan honum í boltann.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert