Ludogorets náði síðasta sætinu

Ludogorets Razgrad komst áfram í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.
Ludogorets Razgrad komst áfram í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.

Búlgarska knattspyrnuliðið Ludogorets Razgrad varð í kvöld síðasta liðið til að tryggja sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu, en dregið verður í riðlana í Mónakó á morgun.

Ludogorets mætti Steaua Búkarest frá Rúmaníu í kvöld, en Steaua hafði unnið fyrri leikinn 1:0. Ludogorets vann svo leik liðanna í kvöld, 1:0 og því þurfti að framlengja. Ekkert mark leit dagsins ljóst í framlengingunni og þurfti því vítaspyrnukeppni til að fá úr því skorið hvort liðið kæmist í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Þar hafði Ludogorets betur að loknum bráðabana og verður því eitt af liðunum 32 sem verður í pottinum þegar dregið verður í riðla á morgun.

Markvörður Ludogorets fékk rautt spjald í leiknum og það var því útileikmaður sem reyndist hetja liðsins með því að verja tvö víti í vítaspyrnukeppninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert