Lokeren fer rólega af stað í deildinni

Sverrir Ingi Ingason og félagar hans nældu sér í sitt …
Sverrir Ingi Ingason og félagar hans nældu sér í sitt fyrsta stig í belgísku úrvalsdeildinni í dag. Ljósmynd / Kristján Bernburg

Sverrir Ingi Ingason og félagar hans í Lokeren fara rólega af stað í stigasöfnun sinni í belgísku úrvalsdeildinni, en liðið er með eitt stig eftir tvær umferðir. Lokeren mætti Spoting Charleroi í dag og liðin gerðu 2:2 jafntefli.

Sverrir Ingi lék allan tímann í hjarta varnarinnar hjá Lokeren.

Evariste Ngolok og Sergiy Bolbat skoruðu mörk Lokeren í leiknum og Roman Ferber og Dieumerci Ndongala voru á skotskónum fyrir Spoting Charleroi.

Lokeren mætir Kortrijk í þriðju umferð deildarinnar um næstu helgi og vonast þar eftir sínum fyrsta sigri í deildinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert