Danir treysta á Armena

Daniel Agger og Joao Moutinho eigast við í leiknum í …
Daniel Agger og Joao Moutinho eigast við í leiknum í kvöld. AFP

Danska karlalandsliðið í knattspyrnu er í slæmum málum eftir 1:0 tap liðsins gegn Portúgal í undankeppni EM í kvöld.

Joao Moutinho skoraði eina mark leiksins og tryggði Portúgal þar með á EM sem fer fram í Frakklandi á næsta ári.

Danmörk aftur á móti er í 2. sæti riðilsins með 12 stig og er búið með alla leik sína í riðlinum en Albanía getur tekið sætið með því að sigra Armeníu í lokaleik riðilsins.

Danmörk myndi þá þurfa að fara í umspil en Albanía færi þá beint á lokamótið en Danir misstu síðast af Evrópumótinu árið 2008 sem fór fram í Austurríki og Sviss.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert