Hörður maður leiksins í mikilvægum sigri

Hörður Björgvin Magnússon var maður leiksins gegn Pro Vercelli í …
Hörður Björgvin Magnússon var maður leiksins gegn Pro Vercelli í gær og einnig gegn Crotone á dögunum. Heimasíða Cesena

Hörður Björgvin Magnússon, landsliðsmaður í knattspyrnu, var útnefndur maður leiksins eftir 2:1 sigur Cesena á Pro Vercelli í ítölsku B-deildinni í gær, en Massimo Drago, þjálfari Cesena, var afar ánægður með frammistöðu Harðar.

Hörður lék allan tímann í hjarta varnarinnar í gær en Franck Kessie og Filippo Falco gerðu mörk Cesena sem kom sér aftur upp í umspilssæti með sigrinum. Liðið er nú í 7. sæti með 61 stig þegar þrír leikir eru eftir af deildinni.

Íslenski varnarmaðurinn hefur verið lykilmaður í vörninni í síðustu leikjum en hann var útnefndur maður leiksins í 2:1 sigri á toppliði Crotone á dögunum og þá var hann einnig valinn maður leiksins í gær.

„Hörður spilaði frábærlega gegn sterkri framlínu Pro Vercelli þar sem Erotte Marchi var fremstur í flokki. Varnarlínan í heild sinni var afar góð en auðvitað leiðinlegt að fá mark á sig undir lokin,“ sagði Drago við fjölmiðla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert