Randers fékk skell

Hannes Þór þurfti að sækja boltann fjórum sinnum úr markinu …
Hannes Þór þurfti að sækja boltann fjórum sinnum úr markinu í dag. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Íslendingalið Randers steinlá þegar liðið mætti SönderjyskE í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Gestirnir frá SönderjyskE höfðu betur, 4:0. Hannes Þór Halldórsson lék allan tímann í marki Randers, en Ólafur Kristjánsson er þjálfari liðsins.

Fyrir leik dagsins hafði Randers leikið átta leiki í röð án taps en varð að sætta sig við tap í dag. Gestirnir skoruðu tvö mörk í hvorum hálfleik en heimamenn misstu mann út af í stöðunni 1:0. Nicolai Poulsen var vísað af leikvelli á 33. mínútu með rautt spjald.

Randers er eftir leikinn með 19 stig í öðru sæti deildarinnar. FCK er í efsta sæti með 25 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert