Enrique kvaddi með titli

Lionel Messi fagnar marki sínu í dag.
Lionel Messi fagnar marki sínu í dag. AFP

Barcelona varð í kvöld spænskur bikarmeistari í knattspyrnu eftir 3:1 sigur á Alavés í úrslitaleik á Vicente Calderon-vellinum í Madrid.

Þetta var 29. sigur Barcelona í bikarkeppninni á Spáni og sá þriðji í röð.

Lionel Messi kom Barcelona í 1:0 á 30. mínútu en Theo Hernandez jafnaði metin fyrir Alaves aðeins þremur mínútum síðar, 1:1.

Neymar kom Barcelona í 2:1 rétt fyrir hálfleik, á 45. mínútu, og skömmu síðar í uppbótartíma fyrri hálfleiks lokaði Franscisco Alcacer nánast leiknum fyrir Barcelona og breytti stöðunni í 3:1 sem urðu lokatölur.

Leikurinn var sá síðasti undir stjórn Luis Enrique sem hættir í starfi knattspyrnustjóra liðsins og kveður með bikarmeistaratitli.

Luis Enrique með boltann í dag.
Luis Enrique með boltann í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert