Real Madrid tapaði heima og ekkert met

Cristiano Ronaldo og félagar hans í Real Madrid máttu sætta …
Cristiano Ronaldo og félagar hans í Real Madrid máttu sætta sig við tap á heimavelli í kvöld. AFP

Evrópu- og Spánarmeisturum Real Madrid tókst ekki að slá 54 ára gamalt með í kvöld þegar liðið tók á móti Real Betis í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu.

Real Madrid varð að sætta sig við 1:0 tap á heimavelli og þar með náði liðið ekki að skora í 74. leiknum í röð. Madridarliðið jafnaði met brasilíska liðsins Santos um síðustu helgi með því að skora í 73. leiknum í röð. Þetta var í fyrsta skipti í 17 mánuði sem Real Madrid tekst ekki að skora en síðast gerðist það í leik gegn Manchester City í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í apríl 2016.

Cristiano Ronaldo sneri aftur inn í lið Real Madrid eftir að hafa afplánað fimm leikja bann en Portúgalinn var ekki á skotskónum í kvöld frekar en liðsfélagar hans. Það stefni allt í markalaust jafntefli á Santiago Bernabeu en í uppbótartíma skoraði Antonio Sanabria sigurmarkið í leiknum.

Meistararnir hafa því byrjað leiktíðina illa en þeir eru í 7. sætinu með aðeins 8 stig og eru 7 stigum á eftir erkifjendunum í Barcelona sem tróna á toppnum.

Sevilla er tveimur stigum á eftir Barcelona eftir 1:0 sigur á Las Palmas þar sem Jesus Navas skoraði sigurmarkið á 83. mínútu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert