Forseti Juventus dæmdur í eins árs bann

Andrea Agnelli er í vandræðum.
Andrea Agnelli er í vandræðum. AFP

Andrea Agnelli, forseti ítalska knattspyrnufélagsins Juventus, hefur verið dæmdur í eins árs bann af ítalska knattspyrnusambandinu fyrir þátt sinn í ólöglegri sölu á miðum á leiki liðsins. 

Agnelli seldi miða til svokallaðra „ultras-stuðningsmanna“ sem tengjast skipulagðri glæpastarfsemi og seldu miðana áfram fyrir stórgróða. Forsetinn fær 20.000 evra sekt og félagið var sektað um 300.000 evrur. Þrír aðrir starfsmenn fengu einnig eins árs bann og 20.000 evra sektir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert