Árni á leið í aðgerð

Árni Vilhjálmsson í leik með U21 árs landsliði Íslands í …
Árni Vilhjálmsson í leik með U21 árs landsliði Íslands í fyrra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnumaðurinn Árni Vilhjálmsson mun á næstunni gangast undir aðgerð eftir að hafa farið úr axlarlið í annað sinn með nokkurra mánaða millibili.

Árni féll á dögunum úr sænsku úrvalsdeildinni með liði sínu Jönköping Södra, en hann fór úr axlarlið í fyrra skiptið þegar hann tók hjólhestaspyrnu á æfingu liðsins. Hann hrökk aftur úr lið á dögunum og mun þurfa í aðgerð.

„Ég ætla að einbeita mér að því að ná góðri heilsu og svo sjáum við hvað gerist hjá mér,“ sagði Árni við fotbolti.net, en hann á tvö ár eftir af samningi sínum við félagið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert