Nældum í einn efnilegasta leikmann Evrópu

Ingibjörg Sigurðardóttir á landsliðsæfingu.
Ingibjörg Sigurðardóttir á landsliðsæfingu. Ljósmynd/Kristinn Magnússon

Eins og fram kom á mbl.is í dag þá er Ingibjörg Sigurðardóttir, landsliðskona í knattspyrnu, búin að skrifa undir tveggja ára samning við sænska úrvalsdeildarfélagið Djurgården eftir að hafa spilað með Breiðabliki síðustu sex ár.

Hjá Djurgården hittir hún fyrir landsliðsmarkvörðinn Guðbjörgu Gunnarsdóttur. Þjálfari liðsins, Joel Riddez, talar afar vel um Ingibjörgu á heimasíðu félagsins og er spenntur að fá hana í sitt lið.

„Þrátt fyrir að vera ung þá hefur Ingibjörg nú þegar fest sig í sessi í íslenska landsliðinu. Hún er sterkur varnarmaður sem mun reynast okkur vel. Að mínu mati vorum við að næla í einn efnilegasta varnarmann Evrópu,“ segir Riddez.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert